Afmælis"barn" dagsins ...

... er enginn annar en elsku besti Lindinn minn. Af því tilefni skellum við okkur að öllum líkindum inn í San Francisco og fáum okkur eitthvað gott í gogginn.

 W00t Til hamingju ...

... með afmælið ...

... ástin W00t

 Zoolander


Melona


Arbys


Highway 1

Við leigðum okkur enn einn bílinn þessa helgina og í þetta skiptið fengum við Pontiac beyglu sem var algjört drasl. Til að toppa lélega aksturseiginleika og gegndarlausa bensíneyðslu sakaði afgreiðsludama Avis bílaleigunnar okkur um að vera völd að sprungu á aftari stuðaranum þegar við skiluðum bílnum. Við skiljum ekkert í hvaðan sprungan kom enda lentum við ekki í neinu einasta óhappi meðan við höfðum bílinn. (Það ætti svosem ekki að koma lesendum á óvart þar sem við erum bæði annáluð fyrir að vera einstaklega liprir og öruggir ökumenn.) Allavegana þá fáum við að vita hvert framhaldið verður síðar í vikunni þegar bíllinn hefur verið skoðaður betur.

 

Lindi við strönd

 

En að ögn skemmtilegri málum. Mér til mikillar og óvæntrar gleði er löng helgi núna þar sem dagur Kólumbusar er á morgun. Þessu komst ég ekki að fyrr en í gær (laugardag) og hefði hæglega getað mætt í vinnuna á mánudaginn eins og algjör kjáni. Við nýttum það sem af er helginni með ágætum. Í gær keyrðum við ansi langt suður á bóginn á Highway 1 sem liggur meðfram Kyrrahafinu. Bíltúrinn var sérdeilis skemmtilegur enda telst akstursleiðin til fallegustu akstursleiða heimsins (skv. túristabókinni okkar).

 

Edda í Santa Cruz

 

Við stoppuðum m.a. í Santa Cruz á leiðinni sem er strandbær (260 þús. íbúar samt) nokkuð sunnan við San Francisco. Þar röltum við m.a. um hálfgert tívolí, skoðuðum klett sem líkist Dyrhólaey og Lindi fékk óvænt strippshow í kaupbæti! Ekki frá mér, heldur eldri konu sem lék sér allsber við hundinn sinn í flæðarmálinu. Ég hef sjaldan séð jafnfyndinn svip á Linda og þegar hann rak augun í konuna. Ekki alveg það sem maður býst við að sjá á alfaraleið.

 

 

 Í gær hófst svo líka Fleet week sem er árviss viðburður í San Francisco. Þá sigla herskip inn í flóann og orrustuþotur sýna listir sínar. Tilgangurinn ku vera að sýna hernaðarstyrk landsins og vekja aðdáun ungra drengja og stúlkna með vonir um að þau drífi sig í herinn seinna meir. Við látum okkur fátt um finnast en hrikalega eru mikil læti í þessum orrustuþotum. 

Góðar stundir. Edda.

 


Rólegt á vesturvígstöðvunum

Héðan er minnst að frétta. Lífið er farið að ganga sinn vanagang: vinna, vinna og aftur vinna. Við tökum okkur samt alltaf frí um helgar og reynum að gera eitthvað skemmtilegt. Síðustu helgi skelltum við okkur inn í SFO og fórum í tæplega 4ja tíma skoðunarferð um borgina. Hún var fróðleg og nokkuð skemmtileg en það var alltof kalt í rútunni.

Ég á í sömu vandræðum í vinnunni, þar er ískalt svo ég sit með pasmínu utan um mig allan daginn þó að úti sé 25°C og sól.

Hef þetta ekki lengra í bili - höfum vonandi frá einhverju meira spennandi að segja næst.

Edda 


The turkey incident...

Dagurinn í dag byrjaði nokkuð furðulega því ég var næstum því búin að hjóla á kalkún! Vonandi er það vísun á ofurskemmtilega helgi.

Cheers, Edda.


Iceland Health

Lindi sá fyndna auglýsingu í sjónvarpinu í gær. Hún fjallaði um mikil gæði Iceland Health vítamínsins og var eitthvað á þessa leið:

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvers vegna Íslendingar eru eins hraustir og lífsseigir og raun ber vitni? Langar þig í sömu lífslíkur og Íslendingar hafa? Taktu þá Iceland Health vítamínið. Þú leggur heiminn að fótum þér með Iceland Health vítamíninu. 

Nokkuð nett, ekki satt?  

Annars er fremur lítið í fréttum. Önnur skotárás var framin á svipuðum stað og síðast. Við erum fullviss um að hverfið sem um ræðir sé algjört gettó. Villtumst þangað um síðustu helgi í bíltúr á Priusnum góða og höfum sjaldan séð jafnspúkí hverfi. Allt var í niðurníslu og enginn hvítur maður á ferð - nema við - keyrandi um á Prius eins og bjánar.

Tölvan mín er aftur komin í mess. Hrundi í gær svo ég þarf að fara með hana aftur í viðgerð. Ég er engan veginn að fíla þetta tölvuvesen, tekur alltof mikinn tíma frá vísindamennskunni.

Peace, Edda. 


Vegas baby!

Pöntuðum flug og hótel í Las Vegas 14.-18. nóvember á hinu frábæra Luxor hóteli. Það vill svo skemmtilega til að þá helgi er "Comedy Festival" og eigum við því kost á því að sjá eina af hetjum okkar beggja, snillinginn Jerry Seinfeld, reyta af sér brandara eins og enginn sé morgundagurinn.

 

Luxor hótelið

 

 

Annars er allt ágætt að frétta. Við erum hress, pínu stress, en ekkert mess, verið þið bless.

Lindi


400 km: $12

Við tókum bílaleigubíl í gær og keyrðum aðeins suður á bóginn. Stoppuðum m.a. í Gilroy Premium Outlets - outletcentri með yfir 100 búðum. Þar er hægt að gera kjarakaup á alls kyns merkjavöru og ég hef sterkan grun um að mínar ástkæru systur vilji ólmar kíkja þangað í desember þegar þær koma í heimsókn. Við versluðum nú samt ekki mikið, svolítið af íþróttafötum í Nike og dúndursólgleraugu.

Við tókum Berkeley-stílinn á bílaleigubílinn og völdum Toyota Prius. Hérna veður allt í hybrid bílum en sunnar í Kaliforníu skilst mér að amerísku pick-up trukkarnir ráði ríkjum. Það var ansi sérstakt að keyra Priusinn og afskaplega hljóðlátt. Við fíluðum það samt í botn og ekki skemmdi fyrir að bensínið fyrir akstri dagsins (rúmlega 400 km) kostaði ekki nema $12, eða rétt tæpar 800 krónur. Mustanginn sem við leigðum síðast var ekki alveg svona ódýr í akstri!

Í dag erum við svo bara búin að vera í rólegheitum til að búa okkur undir átök næstu vinnuviku.

Edda 


Blessuð blíðan...

Vöknuðum í morgun við hljóð sem við höfum ekki heyrt frá því á Íslandi - rigningu. Og enga smárigningu heldur úrhelli. Við þurfum þess vegna eitthvað að breyta plönum dagsins því við ætluðum að skella okkur inn í San Francisco en nennum því frekar lítið í rigningunni. 

Rigning er annars fremur sjaldséð hérna, mér skilst að yfirleitt rigni ekki frá mars til október. Í júlí rigndi þó einn dag, öllum til mikillar furðu. Við örvæntum þó ekki, enda á sólin að mæta aftur á morgun. Veðurspá næstu viku: 25-27°C og sól. Eruði ekki annars í stuði í kuldanum heima?


Skothætta?

Í dag kl 17 að staðartíma var framin skotárás úti á götu ca. kílómetra frá heimili okkar. Fórnarlambið lést á staðnum. Það er því eins gott að fara að vara sig þar sem við Edda höfum oft átt leið um þessa götu. Spurning um að við Edda sækjum bæði um byssuleyfi í fyrramálið?

Lindi

 

Drive by dauðans

 


Alcatraz

Eins og Edda minntist á í síðasta bloggi skelltum við okkur á Alcatraz sunnudaginn síðasta. Ferðin var vægast sagt alger snilld og án efa ein best skipulagða túristaferð sem um getur. Ótrúlega gaman að skoða fangelsið en verulega "creepy" á köflum, sérstaklega að fara inn í einangrunarklefana.

Henti saman stuttu myndbandi af ferðinni. Njótið.

 

Lindi 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband