17.9.2007 | 05:04
Helgin
Góð helgi að baki. Í gær hjóluðum við um Berkeley á nýju hjólunum okkar. Mikið gekk á því svoneft "peace rally" var í gangi á sama tíma. Óvænt sáum við þess vegna ekta amerískar klappstýrur dansa undir dynjandi undirleik blásturssveitar og hálfan bæinn flykkjast á heimaleik Cal Bears (ruðningslið U.C. Berkeley). Skemmtilegt það.
Við ákváðum svo að gera vel við okkur í gærkvöldi og fórum út að borða á indverskan stað og skelltum okkur svo í bíó. Maturinn var fullkomin hörmung - kokkarnir virtust ekki hafa hundsvit á matargerð. Eins og Lindi orðaði það: "Meira að segja hrísgrjónin eru vond!". Bíóferðin gekk öllu betur. Við skelltum okkur á nýju myndina með Jodie Foster, The Brave One, og er óhætt að mæla með henni. Það var ansi fyndið að fylgjast með bíógestunum, þeir klöppuðu og hrópuðu yfir sig af gleði þegar eitthvað slæmt kom fyrir vondu kallana og tóku andköf þegar vegið var að Jodie. Eldri kall sem sat við hliðina á mér var meira að segja svo almennilegur að lýsa myndinni með setningum eins og: "Oh Oh! He tied up now, he tied up now!".
Í dag túristuðumst við og skoðuðum Alcatraz. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og við skemmtum okkur konunglega. Mögnuð eyja með ótrúlega fallegu útssýni og ansi víggirtu fangelsi. Lindi bloggar meira um ferðina á morgun.
Bæ í bili - Emmy verðlaunin bíða.
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 02:45
Repitration hvað?
Lífið er farið að ganga sinn vanagang hérna í Berkeley. Þriðja vinnudeginum mínum á LBNL er nú lokið og ég búin að fá alla aðgangspassa sem þarf að svæðinu. Öryggisgæslan er nefnilega mikil og hver sem er getur ekki valsað inn á svæðið. Það lá þó við að ég fengi ekki passana strax því ég klikkaði víst á að kaupa svokallaða "repatriation" tryggingu áður en ég byrjaði.
Ég skildi ekki alveg hvað tryggingin felur í sér og varð heldur betur hvumsa þegar hið rétta kom í ljós. Þetta er nefnilega trygging fyrir því að líkið mitt verði flutt úr landi ef ég dey! Heldur betur hressandi að fá svona skvettu framan í sig á fyrsta vinnudegi í útlandinu. Lindi vinnur þess vegna hörðum höndum að því að redda okkur þessari tryggingu sem fyrst svo ég fái að halda vinnunni.
Ég þurfti svo líka að taka hraðkúrs um geislavirkni og þreyta stutt próf áður en ég fékk afhent aðgangskort að svæðinu. Það var samt lítið mál fyrir efnafræðinginn.
En að öðru. Við erum búin að fá okkur USA-ísk símanúmer svo ef einhverjum langar að heyra í okkur eða senda hnyttin sms skilaboð þá má nota eftirfarandi númer:
Heimilið: +1 510 644 9791
Lindi GSM: +1 510 809 7865
Edda GSM: +1 510 809 7868
Over & out, Edda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 05:29
Helgin
Nýliðin helgi var aldeilis viðburðarík. Við eyddum öllum sunnudeginum uppi á spítala, ekki beint skemmtilegt en allt gekk þó furðuvel fyrir sig. Eftir að hafa horft á Sicko átti ég allt eins von á að okkur yrði hent öfugum út en þannig var það nú ekki.
Laugardagurinn var öllu skemmtilegri því þá rúntuðum við um Berkeley og San Francisco. Við keyrðum m.a. yfir Golden Gate og Oakland Bay Bridge sem er hvorki meira né minna en 13.52 km að lengd og ansi magnað mannvirki. Svo brunuðum við eftir nokkrum hraðbrautum og upp og niður brekkur í San Francisco.
Ég missti kúlið algjörlega þegar við lentum á rauðu ljósi í miðri bröttustu brekku SFO (við vorum á leið upp) og veinaði eins og smástelpa. Ástæðan: Ég var fullviss um að bremsurnar í bílnum myndu gefa sig og við renna á fullri ferð aftur á bak niður brekkuna. Svo fór nú samt ekki því við vorum á ansi kraftmiklum bíl (Mustanginum góða). Ég efast um að bíll í líkingu við Östruna okkar hefði komist alla leið. Brattinn er út í hött.
Ég slútta þessu með ofurmyndbandi sem við tókum af ferðinni og Lindi klippti saman. Enjoy.
Edda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 23:31
Óvænt heimsókn
Þurfti að fara inn á spítala í gær vegna hjartatruflana. Allt ferlið tók 10 tíma og endaði það á hressandi rafstuði (clear, bzzzzdd). Svaka stuð.
Lindi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2007 | 04:41
Massívur dagur
Rosalegur dagur í dag. Erum alveg búin á því og því verður lítið um skriftir en Edda skrifar kannski smá ferðasögu á morgun. Síðan förum við að vonandi að henda inn myndaalbúmum fljótlega. Góðar stundir.
Lindi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 16:39
Mustang Sally
Við erum búin að leigja okkur forláta Mustang sem við höfum næstu tvo dagana. Í dag er planið að snattast milli búða en keyra um og skoða svæðið á morgun.
Óheppnin elti mig á röndum í gær. Fyrst skar ég mig á vísinfingri sem nú er vafinn þykkum umbúðum. Svo klemmdi ég sama vísifingurinn á hurð.
Færslan verður ekki lengri í þetta skiptið því ég get illa skrifað á lyklaborðið v. umbúðanna.
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 15:45
San Francisco
Skelltum okkur til San Francisco í gær og heppnaðist sú ferð með miklum ágætum. Versluðum eins og enginn væri morgundagurinn, fórum í Chinatown, skoðuðum sæljónaslagsmál, ferðuðumst í sporvagni og margt fleira.
Það er skemmtilegt að segja frá því að þegar við vorum í sporvagninumvar alltaf kallað hvar við vorum, s.s. "Chinatown!", "Union Square" og svo framvegis. Á einni stoppistöðinni varð ég þó heldur betur kjaftstopp þegar vagnstjórinn kallaði "Male Gay Strip Club on your right!" eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ákvað að halda mig í vagninum. ;)
Í dag er planið að skoða okkur betur um í Berkeley og Emeryville. Á morgun verður síðan bílaleigubíll tekinn og massívur verslunarleiðangur.
Látum fylgja með tvær hressandi myndir frá gærdeginum. L8er.
Lindi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 03:09
Fyrsti dagurinn ...
... er að kvöldi kominn. Hann var tekinn nokkuð snemma enda erum við ekki alveg komin á Cali-tíma ennþá. Afköst dagsins voru samt með mesta móti miðað við aðstæður: Við tókum úr töskum og komum okkur fyrir í íbúðinni góðu. Bhuma landlady keyrði okkur um svæðið og í nokkrar búðir svo við gátum keypt í matinn. Loks röltum við aðeins um nágrennið.
Hér er sérstakt að versla í matinn - allt er "organic", "steroid free" o.s.frv. og græn orka notuð við framleiðslu. Það er alveg "a OK" og ég gef lífrænt ræktuðu hindberjunum sem við keyptum hæstu einkunn.
Ég er ennþá tölvulaus eftir að elsku besti mac-inn minn krassaði um helgina. Reyndi að koma honum í viðgerð í dag en var send öfug út úr Apple búðinni þar sem ég átti ekki pantaðan tíma (wtf?!?). Fékk samt tíma á fimmtudaginn svo vonandi gengur betur þá.
Edda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 04:02
1844 Channing Way
Þá erum við loksins komin. Ferðin tókst ágætlega fyrir utan allskyns vitleysu á flugvellinum í Boston.
Á leiðinni á nýja heimili okkar gleymdi "einhver" (segjum ekkert nafn, en það byrjar á E) tveimur pokum í skutlunni frá San Francisco og innihéldu þeir meðal annars iPod, Bose headphone, tvær samlokur, tvær bækur, nammi, flugvélapúða og eitthvað fleira. Það verður spennandi að sjá hvort við sjáum þá hluti aftur.
Húsið okkar hér úti er greinilega a.m.k. hlutfallslegt lúxushús þar sem það ber höfuð og herðar yfir flest önnur hús á götunni. Einnig er íbúðin prýðileg og ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að vera nokkuð fínt hérna næstu sex mánuðina.
20 klst. ferðlagi er nú lokið og við tekur langur nætursvefn. ZZZzzzzz.
Lindi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2007 | 18:14
Logan Airport, Boston
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)