Föstudagslunch

Við Lindi hittumst í hádeginu og snæddum á Café Panini sem býður upp á einhverjar bestu samlokur sem um getur. Það er svo sem ekki í frásögur færandi en þegar við vorum á rölti frá staðnum rákumst við á afskaplega furðulegan mann. Hann var í bleikri Speedo sundskýlu einni fata og með bleika kisugrímu í framan. Hann renndi sér á hjólabretti eftir gangstéttinni og jóðlaði eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kannski hækkandi sól hafi þessi áhrif á freak-show liðið hérna.

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klárlega áhrif af hækkandi sól ... mér var tjáð það í dag að ein brekkan á Campus hefði nafnið Berkeley Beach, og á vorin og sumrin væru nemendur þarna á bikiníi og sundskýlum ... ég sé það ekki alveg fyrir mér að maður mæti í sundfötum í skólann ;) ... en hér er það víst normal ;):)

Fjóla (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 04:44

2 Smámynd: Dagný Ósk Aradóttir

Ég sá einu sinni mann í Barcelona sem var að labba nakinn á Römblunni. Hann var allur í tattúum og var með bakpoka. Meira að segja með tattúveraðar nærbuxur á sig. Það skrýtnasta var samt risastóri hringurinn sem hann var með í typpinu.

Dagný Ósk Aradóttir, 19.2.2008 kl. 22:53

3 identicon

Þetta er falleg saga Dagný.

Lindi (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 04:03

4 identicon

tjah! svei mér þá að ég hafi ekki mætt þessum fyrrnefnda húðflúraða manni fyrir um ári síðan. Maður um sextugt, sem (eftir því sem ég best veit) sprangar svo afslappaður um Römbluna í fæðingargallanum þegar gott er veðrið... gráar tattúveraðar naríur, töflur og bakpoki... næs!

erla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband