Íbúðin

Erum búin að leigja íbúð sem er hrikalega sweet!

 

Svefnherbergi 

Svefnherbergi 2 

Stofan 

bað 

Pallurinn 

 Hrikalegur pallur! Össs.

 Lindi 


The countdown begins... again

Jæja, förum út 31. júlí og verðum til 17. september. Þetta verður svaðalegt! More to come later.

Endablogg

Þá erum við loksins komin heim eftir sex mánaða dvöl í Bandaríkjunum. Þegar litið er um öxl er óhætt að segja að ferðin hafi verið afar hressandi. Eddu gekk mjög vel á rannsóknarstofunni, mér gekk ágætlega með lokaritgerðina, við fórum í mörg ógleymanleg ferðalög og kynntumst nokkrum misskemmtilegum Könum. Mikið af skemmtilegum sögum og uppákomum rötuðu því miður ekki á þessa bloggsíðu sökum anna en spenntum lesendum er bent á að bjóða okkur í heimsókn.

Við Edda "svindluðum" aðeins á leiðinni heim; höfðum aðeins keypt tvö sæti í flugið en tókum einn laumufarþega með okkur. Hann mun láta sjá sig almennilega í ágúst Smile. Hann (laumufarþeginn) leyfði þó myndatöku í dag og afraksturinn má sjá með því að "skrolla" niður. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krili_2

 



 Laumufarþeginn góði 1

 

The End.

Lindi.


Bye bye Berkeley

Þá fer aldeilis að styttast í heimför. Síðasti vinnudagurinn minn á LBL var í dag og af því tilefni var ég með semi-kynningu á því sem ég hef afkastað hérna. Hún gekk bara ágætlega (þó ég hafi bara vitað af henni með hálftíma fyrirvara!) og leiðbeinandinn minn hérna úti er mjög ánægður með mig sem er vel Smile.

Kassarnir okkar voru sóttir í gær og við erum komin vel á veg með að pakka í ferðatöskur svo við getum tekið því sæmilega rólega á morgun. Síðasta vika var fáránlega fljót að líða enda höfum við verið nokkuð upptekin. Fórum t.d. í tvö matarboð - eitt til Fjólu og annað til leiðbeinandans míns. Í síðarnefnda boðinu sátum við m.a. til borðs með einum af þeim sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Friðarverðlaunin þykja samt algjört prump á LBL, enda telst friður ekki til "hard core science" Nóbelsverðlauna.

Þið getið svo farið að blása í blöðrurnar og skella í velkomin heim köku. Við lendum í Keflavík eldsnemma á föstudaginn. Er ekki örugglega sól og blíða heima eins og hér Wink?


Tvö snilldaratriði

Fyrir nokkru síðan rákumst við Edda á Jimmy Kimmel Show, sem er "Jay Leno" þáttur ABC stöðvarinnar. Það vildi svo skemmtilega til að eitt atriðana var stórskemmtilegt og ekki löngu síðar var það komið á Youtube.

 

 



Í gær kom svo framhald þessa skemmtilega atriðis og við Edda gjörsamlega misstum okkur úr hlátri. Það var því lítið annað að gera en að henda þessu hingað inn. Njótið.

 

 



Lindi

Úrslitin í Júróvísjón...

... eru vægast sagt ömurleg. Djöfull er ég fúll. Helvítis Eurobands-druslur!

 Lindi


Föstudagslunch

Við Lindi hittumst í hádeginu og snæddum á Café Panini sem býður upp á einhverjar bestu samlokur sem um getur. Það er svo sem ekki í frásögur færandi en þegar við vorum á rölti frá staðnum rákumst við á afskaplega furðulegan mann. Hann var í bleikri Speedo sundskýlu einni fata og með bleika kisugrímu í framan. Hann renndi sér á hjólabretti eftir gangstéttinni og jóðlaði eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kannski hækkandi sól hafi þessi áhrif á freak-show liðið hérna.

Edda


Tvær vikur eftir

Í dag eru akkurat tvær vikur í að við leggjum í hann heim á leið. Við hlökkum óneitanlega til því þó að margt sé gott í henni Ameríku þá mætti ýmislegt betur fara. Þess fyrir utan er Ísland auðvitað best í heimi, eins og allir vita.

Það var annars þrusustuð að hitta á almennilegan mótmælafund í fyrradag. Borgarstjórnin hérna hafði víst beðið herinn að loka "recruiting" stöðinni í bænum þar sem Berkeleyborg er á móti stríðsrekstri. Herinn tók óskina óstinnt upp og krafðist afsökunarbeiðni en borgarstjórnin bakkaði ekki. Afleiðingin varð sú að stuðningsmenn hersins mættu í ráðhúsgarðinn og mótmæltu en andstæðingar meðmæltu. Hundruðir löggumanna fylgdu þá í kjölfarið til að koma í veg fyrir að slagsmál brytust út á milli hópanna.

Ég efast stórlega um að álíka gæti gerst í nokkurri annarri borg í USA (nema þá kannski öðrum borgum á Bay Area svæðinu). Enda þykir fólk hérna með eindæmum róttækt og úrkynjað og uppsker fyrir vikið fyrirlitningu frá mörgum suðurríkjamanninum. Núverandi forseti ku vera þar á meðal, enda er það prinsippmál hjá honum að stíga aldrei fæti inn í Sódómuborgina San Francisco. Menntaskólanemi nokkur frá San Francisco varð fyrir barðinu á þessu prinsippi um daginn þegar hann átti fá verðlaun fyrir góa frammistöðu frá forsetanum. Hann þurfti að fara upp á flugvöll (sem er nokkrum km. utan við San Francisco) til að veita verðlaununum viðtöku!

Edda.


Myndir

Okkur Eddu fannst mótmælin í dag svo einstaklega hressandi að við kíktum þangað eftir hádegismat með myndavél. Þetta var þó búið að róast eitthvað og margir farnir en vonandi skilar einhver stemning sér í gegnum myndirnar.

Lindi

 

Mótmæli 1
 
Mótmæli 2
 
Mótmæli 3
 
 Edda í mótmælum
 
Kreisí gaur í mótmælum
 
Lögreglumenn að fylgjast með mótmælum
 

 


Mótmæli í morgunsárið

Í morgun þegar ég var á leið í vinnuna gekk ég í gegnum mótmælafund. U.þ.b. 100 manns höfðu safnast saman í ráðhúsgarðinum, hengt upp risavaxinn bandarískan fána (hvað annað?!?) og undir honum var marserað og hrópað í gjallarhorn eins og enginn væri morgundagurinn. Fólkið vildi fá hermenn heim frá Írak, kjarnorkulausan heim og Bush sem lengst frá Hvíta húsinu.

Löggan var að sjálfsögðu mætt á svæðið með alvæpni en allt fór samt vel fram (a.m.k. á meðan ég labbaði í gegnum garðinn). Verst að ég var ekki með myndavél á mér. Það hefði verið gaman að festa svona alvöru mótmæli á filmu.

Af okkur er annars allt fínt að frétta. Ég rýni í magn af útfellingarsteindum í líkaninu mínu og Lindi í ársreikninga skráðra félaga í Kauphöllinni. Sumsé mikið grín og gaman hjá okkur. Þess á milli pökkum við svo bókum o.fl. í kassa enda styttist óðum í heimför.

Á fimmtudaginn er Valentínusardagur og næsta mánudag forsetadagurinn. Ef ég þekki okkur rétt munum við gefa frat í báða dagana.

Edda.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband