Mótmćli í morgunsáriđ

Í morgun ţegar ég var á leiđ í vinnuna gekk ég í gegnum mótmćlafund. U.ţ.b. 100 manns höfđu safnast saman í ráđhúsgarđinum, hengt upp risavaxinn bandarískan fána (hvađ annađ?!?) og undir honum var marserađ og hrópađ í gjallarhorn eins og enginn vćri morgundagurinn. Fólkiđ vildi fá hermenn heim frá Írak, kjarnorkulausan heim og Bush sem lengst frá Hvíta húsinu.

Löggan var ađ sjálfsögđu mćtt á svćđiđ međ alvćpni en allt fór samt vel fram (a.m.k. á međan ég labbađi í gegnum garđinn). Verst ađ ég var ekki međ myndavél á mér. Ţađ hefđi veriđ gaman ađ festa svona alvöru mótmćli á filmu.

Af okkur er annars allt fínt ađ frétta. Ég rýni í magn af útfellingarsteindum í líkaninu mínu og Lindi í ársreikninga skráđra félaga í Kauphöllinni. Sumsé mikiđ grín og gaman hjá okkur. Ţess á milli pökkum viđ svo bókum o.fl. í kassa enda styttist óđum í heimför.

Á fimmtudaginn er Valentínusardagur og nćsta mánudag forsetadagurinn. Ef ég ţekki okkur rétt munum viđ gefa frat í báđa dagana.

Edda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband