Komin heim

Þá erum við komin heim eftir ansi ljúft frí á Hawaii. Núna eru bara 38 dagar eftir af dvöl okkar hérna í Berkeley og það er nokkuð ljóst að lítið verður um afslöppun þangað til við komum til Íslands. Framundan er t.a.m. ráðstefna í Stanford, fyrirlestur á LBL og svo mætti lengi telja. Höfum þetta ekki lengra að sinni. Á víst að vera mætt í vinnu snemma í fyrramálið svo það er best að bomba sér í háttinn. Ef ég verð í stuði lítur seinni hluti jólaferðasögunnar líklega dagsins ljós í vikunni.

Edda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað vitleysa er það að mæta í vinnuna í dag Edda? Það er frídagur í dag (Martin Luther King dagur, eða eitthvað svoleiðis) svo það er eins og sunnudagur í dag :).

Fjóla (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:02

2 identicon

Já, heyrðu, það er rétt. Ég var búin að steingleyma því. Takk fyrir áminninguna .

Edda (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband