Klipping og NBA

Einn af ókostunum við að flytja búferlum milli landa er að flestir meðaljónar neyðast til að skilja klipparann sinn eftir heima. Við höfðum bæði hugsað okkur að treina það að fara í klippingu þar til við komum heim en í síðustu viku fengum við nóg af því að vera með lubba. Við leituðum því uppi vinsæla hárgreiðslustofu með hjálp Google og pöntuðum tíma. Í gær (sunnudag) var svo komið að klippingunni og vorum nett stressuð yfir að útkoman yrði ekki sem best. Ekki nóg með að við erum engan veginn með hair-salon-lingoið á hreinu heldur er alltaf svolítið óþægilegt að fara í klippingu hjá einhverjum bláókunnugum (a.m.k. finnst mér það). 

Lindi byrjaði á því að fá nett áfall þegar á móti honum tók ansi skrautlegur strákur um tvítugt sem hann hélt að ætti að klippa sig. Hann var í neonfjólubláum skinny gallabuxum, málaður í framan og með rautt og svart hár hægra megin á höfðinu en snoðaður hinum megin Undecided. Flaming gay auðvitað. Seinna kom í ljós að hann var þó bara lærlingur og öllu venjulegri strákur klippti hann.

Ég fór svo í klippingu og litun hjá filippseyskri stelpu sem var svo lágvaxin að á köflum þurfti ég að hálfvegis liggja í stólnum til að hún gæti klippt mig. Útkoman var engu að síður mjög fín hjá okkur báðum en þetta tók dággóða stund - tæpan klukkutíma hjá Linda og þrjá og hálfan tíma hjá mér!

Á morgun er svo merkisdagur hjá okkur en þá skellum við okkur á fyrsta NBA leikinn okkar Happy. Golden State Warriors (frá Oakland) taka þá á móti meisturum síðasta árs, San Antonio Spurs. Við erum ekki í nokkrum vafa um að þetta verður geggjað stuð.

Edda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl bæði tvö

Það dugir ekki annað en að vera með einhverja klippingu þegar fjölskyldan og Arna koma frá Íslandi. Ég sá á msn-inu hennar Örnu að hún er byrjuð að telja niður. Gaman að skrolla í gegnum bloggið ykkar og sjá að þið hafið það greinilega fínt. Svo segi ég bara góða skemmtun á NBA-leiknum. Það er örugglega meiri háttar upplifun að fara á leik.

Bestu kveðjur,

Gulla

Gull (Örnu mamma) (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:01

2 identicon

Já, einmitt, það er lágmark að vera sæmilega klipptur þegar fólk flýgur yfir hálfan hnöttinn til að koma í heimsókn . Annars var mjög gaman á NBA leiknum, við setjum inn myndir við tækifæri.

Edda (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Dagný Ósk Aradóttir

Ég hefði nú meiri áhuga á að sjá myndir af hárinu ykkar. Og kannski hommanum á hárgreiðslustofunni. Var ekki tekið video í klippingunni eða?

Dagný Ósk Aradóttir, 13.12.2007 kl. 17:11

4 identicon

Vídjóið af klippingunni er í klippingu.

Lindi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband