27.2.2008 | 04:30
Bye bye Berkeley
Þá fer aldeilis að styttast í heimför. Síðasti vinnudagurinn minn á LBL var í dag og af því tilefni var ég með semi-kynningu á því sem ég hef afkastað hérna. Hún gekk bara ágætlega (þó ég hafi bara vitað af henni með hálftíma fyrirvara!) og leiðbeinandinn minn hérna úti er mjög ánægður með mig sem er vel .
Kassarnir okkar voru sóttir í gær og við erum komin vel á veg með að pakka í ferðatöskur svo við getum tekið því sæmilega rólega á morgun. Síðasta vika var fáránlega fljót að líða enda höfum við verið nokkuð upptekin. Fórum t.d. í tvö matarboð - eitt til Fjólu og annað til leiðbeinandans míns. Í síðarnefnda boðinu sátum við m.a. til borðs með einum af þeim sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Friðarverðlaunin þykja samt algjört prump á LBL, enda telst friður ekki til "hard core science" Nóbelsverðlauna.
Þið getið svo farið að blása í blöðrurnar og skella í velkomin heim köku. Við lendum í Keflavík eldsnemma á föstudaginn. Er ekki örugglega sól og blíða heima eins og hér ?
Athugasemdir
Bíðum spennt að sjá ykkur Edda mín. Og það verður tekið vel á móti ykkur, en ekki hvað! Spurning með blöðrur ...
Og jú jú blessuð blíðan hér eins og búið er að vera í vetur, snjór á snjó ofan og ekkert lát á
Knús ... frá Búlandinu. Mamma
Jana (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.