Tvær vikur eftir

Í dag eru akkurat tvær vikur í að við leggjum í hann heim á leið. Við hlökkum óneitanlega til því þó að margt sé gott í henni Ameríku þá mætti ýmislegt betur fara. Þess fyrir utan er Ísland auðvitað best í heimi, eins og allir vita.

Það var annars þrusustuð að hitta á almennilegan mótmælafund í fyrradag. Borgarstjórnin hérna hafði víst beðið herinn að loka "recruiting" stöðinni í bænum þar sem Berkeleyborg er á móti stríðsrekstri. Herinn tók óskina óstinnt upp og krafðist afsökunarbeiðni en borgarstjórnin bakkaði ekki. Afleiðingin varð sú að stuðningsmenn hersins mættu í ráðhúsgarðinn og mótmæltu en andstæðingar meðmæltu. Hundruðir löggumanna fylgdu þá í kjölfarið til að koma í veg fyrir að slagsmál brytust út á milli hópanna.

Ég efast stórlega um að álíka gæti gerst í nokkurri annarri borg í USA (nema þá kannski öðrum borgum á Bay Area svæðinu). Enda þykir fólk hérna með eindæmum róttækt og úrkynjað og uppsker fyrir vikið fyrirlitningu frá mörgum suðurríkjamanninum. Núverandi forseti ku vera þar á meðal, enda er það prinsippmál hjá honum að stíga aldrei fæti inn í Sódómuborgina San Francisco. Menntaskólanemi nokkur frá San Francisco varð fyrir barðinu á þessu prinsippi um daginn þegar hann átti fá verðlaun fyrir góa frammistöðu frá forsetanum. Hann þurfti að fara upp á flugvöll (sem er nokkrum km. utan við San Francisco) til að veita verðlaununum viðtöku!

Edda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband