5.2.2008 | 18:24
Kosningar o.fl.
Það varð víst eitthvað lítið úr helgarbloggfærslunni sem ég lofaði upp í ermina á mér. Í staðinn fyrir að blogga skelltum við okkur nefnilega í bæinn og gerðum alls kyns kjarakaup. Ég fann mér m.a. jakka (2 stk!) í staðinn fyrir þann sem ég týndi/var stolið á Hawaii.
Annars er hrikalega spennandi dagur framundan enda forvalskosningar hjá Repúblikönum og Demókrötum í yfir 20 fylkjum. Það er nokkuð ljóst að í kvöld verður poppað og fylgst með úrslitum á einhverri sjónvarpsstöðinni. Ég er nokkuð viss um að Obama taki þetta þó að ég myndi frekar vilja sjá Hillary sem næsta USA-íska forseta. Hérna í Berkeley virðist Obama t.d. hafa vinninginn, meira að segja hjá eldri konum - sem mér finnst furðulegt. Obama er samt mikill ræðuskörungur og virðist þess vegna ná að sópa til sín fullt af atkvæðum. Verst að flest af því sem hann segir er innihaldslaust blaður um the United Stated of America, the Constitution og hina margumræddu Founding Fathers. Það er ótrúlegt hvað Bandaríkjamenn elska þessar klisjur. Má ég þá frekar biðja um kvenskörunginn Hillary (þó að henni sé fullannt um Ísrael)!
Á Íslandi eru svo ekki síður mismunandi kosningar á morgun og hinn þegar kosið til Stúdenta- og Háskólaráðs. Þá er auðvitað um að gera og þakka Dagnýju systur (og fráfarandi formanni Stúdentaráðs) fyrir einstaklega vel unnin störf í þágu stúdenta síðastliðið ár og merkja X við Röskvuna góðu.
Edda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.