Við erum á lífi...

Bloggleysi síðustu viku gefur kannski í skyn að ég hafi verið í miklu óstuði. Svo var nú samt aldeilis ekki heldur er tímaskorti sökum anna um að kenna. Síðustu þrjá daga hef ég svo verið á ráðstefnu í Stanford en hún kláraðist í dag, sem betur fer. Ég var komin með alveg nóg af fjögurra tíma lestarferðum á dag: Tveir tímar til Stanford og aðrir tveir til baka.

Ég var líka hrikalega óheppin í lestarferðunum. Ef alltof málglaður sessunautur settist ekki hjá mér þá bilaði lestin eða þá að hún keyrði framhjá stoppustöðinni minni. Sumsé mikið grín og mikið gaman hjá mér undanfarna daga, eða þannig.

Nú er bara einn dagur eftir af törninni miklu og því lofa ég eiturhressri bloggfærslu ekki seinna en á laugardag.

Edda

P.S. Sólin sýndi sig í dag í fyrsta skiptið í rúma viku. Annars er búið að rigna út í eitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband