Árið

Við erum orðin ein eftir í kotinu eftir heimsókn frá mömmu, pabba, Dagnýju, Auði og Örnu. Það var æðislegt að fá þau í heimsókn og ekki laust við að heimþrá sé með meira móti en gengur og gerist eftir að þau kvöddu. Við tókum okkur svo margt fyrir hendur að lágmark fimm langar bloggfærslur þyrfti til að gera því almennileg skil. Þess vegna verður bara stiklað á því helsta í þessari færslu. 

Fjölskyldan kom þann 21. desember og fóru fyrstu dagarnir í skoða San Francisco ásamt tilheyrandi fatakaupum. Aðfangadagur var síðan með óvenjulegra móti þar sem við fórum á balletsýningu klukkan 4 og út að borða eftir hana. Veitingastaðurinn sem við borðuðum á var mjög góður en stærðarhlutföll milli rétta voru óvenjuleg svo vægt sé til orða tekið. Forréttir og aðalréttir voru frekar litlir og nettir en eftirréttirnir fáránlega stórir. Dagný og Lindi pöntuðu sér t.d. creme brulee í eftirrétt og haldiði að þau hafi ekki fengið 3 stk hvort!

 Go9ers

Þorláksmessustemning á vellinum. Go Niners! 

Jóladagur var náðugur hjá okkur (fyrir utan þriggja tíma traffic-jam á leið að Golden Gate brúnni) enda var planið að leggja í hann til Las Vegas klukkan sex að morgni annars í jólum. Því miður gekk það plan ekki alveg upp þar sem ferðatösku Dagnýjar og Auðar var stolið af lóðinni okkar örfáum mínútum áður en við ætluðum að leggja af stað (hún var fyrir innan læst hlið og allt). Við töfðumst því skiljanlega aðeins enda þurfti að hringja á lögguna og tilkynna þjófnaðinn. Ekkert hefur spurst til töskunnar né innihaldsins. 

Ferðalagið til Las Vegas tók 11 tíma og eftirminnilegastu hlutar þess eru án efa hrikalegur sandstormur og ógeðslegasta prumpfýla í heimi. Prumpufýlan braut sér leið inn í bílinn þegar við keyrpum fram hjá kúabúi með lágmark 5 þúsund beljum og tilheyrandi metanskýi. Við lentum svo í sandstorminum á leið okkar um eyðimörkina. Þar var skyggni án gríns að hámarki 2 metrar og smámjökuðumst við áfram á 5 km/klst. Pabbi ætlaði að vera sniðugur og taka mynd út um bílrúðuna en það fór ekki betur en svo en að bíllinn fylltist af sandi LoL. Um leið og við komum til Las Vegas lá leið okkar í búðir enda stóðu Dagný og Auður uppi fatalausar og allslausar, þökk sé flækingnum sem stal töskunni þeirra.

 Prumpufylan

Dagný dó næstum því úr beljufýlu. 

Arna hitti okkur í Las Vegas og voru það vægast sagt miklir fagnaðarfundir. Annars gerðum við svo sem ekki mikið af okkur í Vegas fyrir utan að skoða okkur um, fara á Phantom of the Opera og versla. Lindi og Arna unnu reyndar slatta í Black Jack.

 Vegas

Stuð á Ceasars Palace.
(Við gistum samt á The Signature @ MGM Grand sem er geggjað hótel!) 

Næst lá leið okkar til L.A. þar sem við gistum á hrikalega slöppu hóteli en við létum okkur hafa það þar sem varla er hægt að fá gistingu á betri stað í Hollywood. Hótelið var nefnilega staðsett beint aftan við Kodak Theater á Hollywood Boulevard.

 

Lindi og Edda við Hollywood skiltið

 

 Hjónin í Hollywood.

 Við skoðuðum okkur að sjálfsögðu um í Hollywood, keyrðum líka um Beverly Hills og Santa Monica og fórum í Universal Studios. Við rákumst meira að segja á celeb á Rodeo Drive. Enga aðra en Paris Hilton! Hún stóð fyrir framan diner og kallaði einhverja gellu "a fucking retard" í símann sinn. Klárlega hápunktur ferðarinnar Wink.

 Wysteria-Lane

Auður og Arna aðþrengdar á Wisteria Lane.

En nú nennum við ekki að skrifa meira í bili. Bíðið spennt eftir ferðasögu frá San Diego og Solvang (danskur bær rétt utan við Santa Barbara). Óveður, rafmagnsleysi og endalaus óheppni gætu einnig komið við sögu þá ef við verðum í bloggstuði.

Edda og Lindi.

P.S. Við förum til Hawaii á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veiii... loksins loksins:)
Skemmtið ykkur rosalega vel í Hawaii;*

Knús,
Marit

Marit (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:48

2 identicon

Þetta voru aldeilis óvenjuleg jól. Við bíðum spennt eftir framhaldi ferðasögunnar. Góða ferð til Hawaii - kveðja, Aldís og Jörgen

Aldís og Jörgen (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:59

3 identicon

Það er gaman að fylgast með ykkur skötuhjúum í landi tækifæranna. Ævintýrin hjá ykkur eru ótrúleg en hver sagði ekki að Ameríka væri ævintýri, búin að sjá sumt enn ekki allt það sem þið eruð búin að upplifa enda ekki komið á vesturströndina...ennþá! En í Karabíska, Disney Washington, NY, Boston, Bird In hand, Pennsilvaniu og alla hina staðina á austurhlutanum já. Hilton sagan er þversumman af

Já og takk fyrir jólakveðjuna, nú leita ég dyrum og dyngjum að ramma sem hentar forminu á brúðkaupsmyndinni, gæti verið snúið og þó, kærar þakkir

kv. Gunnar föðurbróðir.

PS. bíðum spennt eftir framhaldssögunni

Gunnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband