7.12.2007 | 05:39
Hó, hó, hó
Fátt markvert hefur drifið á daga okkar upp á síðkastið (eins og snarlækkandi bloggfærslutíðni ber með sér). Hápunktur síðustu helgar var samt klárlega Madame Butterfly í óperunni. Sýningin var frábær og við skemmtum okkur auðvitað konunglega, listunnendurnir sem við erum.
Síðustu dagar hafa verið sérstaklega óspennandi - við vöknum, vinnum, vinnum, vinnum svo aðeins meira og förum að sofa. Sumsé, með eindæmum spennandi og fjölbreytt líf.
Næsta vika verður aðeins viðburðaríkari (a.m.k. hjá mér) því þá fer ég á árlegu AGU ráðstefnuna í San Francisco. Um fimmtánþúsund manns mæta þangað sem mér finnst svolítið yfirþyrmandi en þetta verður vonandi bara gaman. Ég gluggaði aðeins í dagskrá ráðstefnunnar í dag og það verður að segjast að hún er svo flókin að meðalgreind dugar tæplega til að finna út úr henni. Ég er þó nokkurn veginn búin að ákveða hvaða fyrirlestra ég ætla að mæta á. Mér skilst að slatti af Íslendingum sé væntanlegur á ráðstefnuna svo hver veit nema að ég rekist á einn slíkan í allri mannmergðinni. Það verður þá í fyrsta skiptið síðan á flugvellinum í Boston.
Annars fer aldeilis að styttast í jólin. Ég er samt í núll jólaskapi. Það er bara einhvern veginn ekki hægt að komast í jólaskap í sól og 15-20 stiga hita fyrir utan að hér vantar allt jólaskraut í glugga og á götur .
Edda.
Athugasemdir
Ef það gleður þig, þá er skítaveður í Reykjavík núna, búinn að vera snjór og kuldi en nú er komið hífandi rok með rigningu. Öll fallegu jólaljósin eru því á stöðugri hreyfingu og á morgun þurfum við að skipta um margar perur.
Ari (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:34
Ég segi nú ekki skítaveðrið heima gleðji mig. Engu að síður er hressandi að vita að við erum ekki að missa af neinu sérstöku . Hlakka til að sjá ykkur eftir rétt rúma viku.
Edda (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.