Þakkargjörðarhelgin

Við erum ekki búin að vera þau duglegustu í blogginu upp á síðkastið en bætum úr því hér með. Síðasta helgi var með eindæmum notaleg enda var hún fjögurra daga löng. Á fimmtudaginn var Þakkargjörðarhátíðin og héldum við upp á hana með því að skella okkur á veitingastað í San Francisco. Þar fengum við kalkún, yams og annað sem fylgir hefðbundinni Þakkargjörðarmáltíð. Því miður var maturinn bara í meðallagi og ekki komst ekki í hálfkvisti við áramótakalkúninn heima.

Á föstudaginn rann svo "Black Friday" upp en þá rífur Kaninn sig upp fyrir allar aldir og verslar á útsölum eins og enginn sé morgunagurinn. Við vildum ekki vera útundan svo við fórum auðvitað inn í San Fransisco en samt ekki fyrr en um níu leytið (flestar búðir opnuðu milli fjögur og fimm AM). Mannhafið í miðborginni var þvílíkt að við höfum aldrei séð annað eins. Gangstéttarnar voru troðfullar af fólki með ferðatöskur úttroðnar af útsöluvarningi og löggan var á svæðinu til að stjórna gangandi umferð. Frekar steikt allt saman.

Af okkur er annars allt fínt að frétta. Við vorum eiginlega búin að ákveða að framlengja dvölina hérna um einn mánuð en það gekk því miður ekki upp. Aðrir leigjendur flytja nefnilega inn í íbúðina okkar í byrjun mars og við nennum ekki að standa í flutningum fyrir svona stuttan tíma.

Bæ í bili. Edda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband