Frú ráðherfa

Ég sé að Steinunn Valdís óskar eftir því að orðinu ráðherra verði skipt út fyrir nýyrði sem hentar betur báðum kynjum. Einhver húmoristi stakk upp á orðinu ráðherfa. Mér finnst það fyndið. Að öðru leyti ætla ég ekki að blanda mér í umræðuna enda hef ég um nóg annað að hugsa þessa dagana.

Þakkargjörðarhátíðin nálgast nú óðfluga. Bara einn vinnudagur eftir (miðvikudagur) og svo er fjögurra daga helgi staðreynd. Við ætlum að vinna eitthvað yfir helgina en kíkjum ábyggilega út að borða á fimmtudaginn til að bragða á alvöru sterakalkúna og sykraðri kartöflumús. Nammi namm.

Á föstudaginn ætla ég að eiga frí og kíkja á útsölur sem byrja þá fyrir allar aldir með pompi og prakt. Ég vona að mér takist að plata Linda með því mig vantar burðardýr. En talandi um útsölur, ég gleymdi að monta mig af kjarakaupunum sem ég gerði í Las Vegas: Calvin Klein vetrarkápa á 50% afslætti og greiddi ég rétt um 13 þúsund ISK fyrir hana. Eruð þið ekki annars hress í okrinu heima?

Edda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,

ég fékk íbúðina með hundinum sem þið skoðuðu fyrir mig :).  Ég skal með glöðu geði koma með þér á útsölur þegar ég kem út ;), hljóta að vera einhverjar útsölur eftir jól líka :D ...

Kv, Fjóla

Fjóla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:54

2 identicon

Guðni Ágústson sagði að Ingibjörg Sólrún væri valdaskessa. Væri ráðskessa ekki fínt fyrir kvenráðherra?

Ari (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:08

3 identicon

Vá - kjarakaup eru eflaust það sem við söknum mest frá USA. Sérstaklega núna þegar ekkert lát virðist vera á hækkunum á klakanum. Verst að þið náðuð ekki að plata einhvern til þessa að bjóða ykkur með í alvöru familíuthanksgiving því það er alveg ótrúleg upplifun.........

Annars ætlaði ég bara að kvitta fyrir mig. Les bloggið ykkar reglulega en er svo mikill dóni að ég kommenta aldrei...

kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband