Vegas baby!

Pöntuðum flug og hótel í Las Vegas 14.-18. nóvember á hinu frábæra Luxor hóteli. Það vill svo skemmtilega til að þá helgi er "Comedy Festival" og eigum við því kost á því að sjá eina af hetjum okkar beggja, snillinginn Jerry Seinfeld, reyta af sér brandara eins og enginn sé morgundagurinn.

 

Luxor hótelið

 

 

Annars er allt ágætt að frétta. Við erum hress, pínu stress, en ekkert mess, verið þið bless.

Lindi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður á nú afmæli þarna rétt fyrir framan, á ég ekki bara að segja Ingu að gefa mér Vegasferð í alnæmisgjöf ?   ;)

Helgi B. (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:10

2 identicon

Það er klárlega málið. Algert lágmark að hún gefi þér eina Vegasferð í afmælisgjöf. ;)

Lindi (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 17:21

3 identicon

Góða skemmtun! Ég var ásamt strákunum á Luxor í fyrra og það er frábært hótel. Þar er einnig mjög gott steikhús sem er á topp 3 yfir bestu veitingastaði sem ég hef prufað en það heitir einfaldlega Luxor Steikhouse. Biðjið um Joe sem aðalþjón. (no kidding).

Maggi (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:42

4 identicon

Úff... ef mér skjátlast ekki þá minnir mig að kostnaður þeirrar ferðar ykkar hafi verið mældur í þúsundum dollara. En ef ég hitti á Joe skal ég skila kveðju frá þér ("Hey Joe, Magnus sends his regards straight from Iceland yo!"). ;)

Lindi (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband