13.9.2007 | 02:45
Repitration hvað?
Lífið er farið að ganga sinn vanagang hérna í Berkeley. Þriðja vinnudeginum mínum á LBNL er nú lokið og ég búin að fá alla aðgangspassa sem þarf að svæðinu. Öryggisgæslan er nefnilega mikil og hver sem er getur ekki valsað inn á svæðið. Það lá þó við að ég fengi ekki passana strax því ég klikkaði víst á að kaupa svokallaða "repatriation" tryggingu áður en ég byrjaði.
Ég skildi ekki alveg hvað tryggingin felur í sér og varð heldur betur hvumsa þegar hið rétta kom í ljós. Þetta er nefnilega trygging fyrir því að líkið mitt verði flutt úr landi ef ég dey! Heldur betur hressandi að fá svona skvettu framan í sig á fyrsta vinnudegi í útlandinu. Lindi vinnur þess vegna hörðum höndum að því að redda okkur þessari tryggingu sem fyrst svo ég fái að halda vinnunni.
Ég þurfti svo líka að taka hraðkúrs um geislavirkni og þreyta stutt próf áður en ég fékk afhent aðgangskort að svæðinu. Það var samt lítið mál fyrir efnafræðinginn.
En að öðru. Við erum búin að fá okkur USA-ísk símanúmer svo ef einhverjum langar að heyra í okkur eða senda hnyttin sms skilaboð þá má nota eftirfarandi númer:
Heimilið: +1 510 644 9791
Lindi GSM: +1 510 809 7865
Edda GSM: +1 510 809 7868
Over & out, Edda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.