5.9.2007 | 03:09
Fyrsti dagurinn ...
... er að kvöldi kominn. Hann var tekinn nokkuð snemma enda erum við ekki alveg komin á Cali-tíma ennþá. Afköst dagsins voru samt með mesta móti miðað við aðstæður: Við tókum úr töskum og komum okkur fyrir í íbúðinni góðu. Bhuma landlady keyrði okkur um svæðið og í nokkrar búðir svo við gátum keypt í matinn. Loks röltum við aðeins um nágrennið.
Hér er sérstakt að versla í matinn - allt er "organic", "steroid free" o.s.frv. og græn orka notuð við framleiðslu. Það er alveg "a OK" og ég gef lífrænt ræktuðu hindberjunum sem við keyptum hæstu einkunn.
Ég er ennþá tölvulaus eftir að elsku besti mac-inn minn krassaði um helgina. Reyndi að koma honum í viðgerð í dag en var send öfug út úr Apple búðinni þar sem ég átti ekki pantaðan tíma (wtf?!?). Fékk samt tíma á fimmtudaginn svo vonandi gengur betur þá.
Edda
Athugasemdir
Hæ hó - gott að vita að þið eruð komin á leiðarenda og líst vel á! Leiðinlegt að við höfum ekki getað hist í saumó fyrir brottför, en svona er víst Ísland í dag - allir busy as hell
Hafið það rosa gott, ég mun vera reglulegur gestur hér á síðunni í flóttanum frá eigin hversdagsleika
Kossar og knús!
Rakel (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 17:58
Já, kannski hittumst við í nóvember. Annars í mars. Sjáumst þá sæta :)
Edda (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.